Viðskipti innlent

Hluti af Mest tekinn til gjaldþrotaskipta

Sá hluti fyrirtækisins Mest, sem nýverið hlaut nafnið Tæki, tól og byggingavörur ehf, verður tekið til gjaldþrotaskipta, að ósk stjórnenda fyrirtækisins.

Hátt í 60 manns störfuðu hjá fyrirtækinu og var þeim tjáð í gær að ekki verði hægt að greiða þeim laun fyrir júlí mánuð.

Glitnir tók nýverið yfir rekstur steypustöðva Mest, auk hellugerðar og múrvöruverslunar og var þá fyrirtækið Tæki, tól og byggingavörur stofnað um rekstur á því sem eftir var, rekstur sem ekki gengur upp.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×