Viðskipti innlent

Seðlabankinn grípur til gjaldeyrisuppboðs

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að grípa til daglegs uppboðs sem veita mun vísbendingu um gengi krónunnar gagnvart erlendum myntum. Um er að ræða bráðabirgðafyrirkomulag í gjaldeyrismálum.

Fram kemur í tilkynningu Seðlabankans að hann hafi komist að samkomulagi við viðskiptavaka á gjaldeyrismarkaði og nokkur önnur fjármálafyrirtæki aðgerðir í gjaldeyrismálum.

Áfram verði tilmæli um temprun gjaldeyrisútflæðis. Þá verði daglega haldið uppboð sem veita muni vísbendingu um gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum myntum. Gengið í uppboðinu mui ráðast af framboði og eftirspurn gjaldeyris.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×