Viðskipti erlent

Taugatitringur lækkar heimsmarkaðsverð á olíu

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka og um stund fór verðið niður fyrir 90 dollara á tunnuna í morgun. Það hefur hækkað aðeins síðan og stendur nú í 91 dollara. Mikill taugatitringur á olíumörkuðum virðist ástæðan fyrir þessum lækkunum nú.

Jonathan Kornafel forstjóri Hudson Carpital Energy segir að algjör glundroði og hræðsla ríki á olíumarkaðinum í augnablikinu. "Menn eru að selja til að lágmarka tap sitt. Allir segja að heimsendir sé í nánd og að enginn hafi lengur not fyrir olíu," segir Kornafel.

Gjaldþrot Lehman Brothers hefur sett verulegt strik í reikninginn hvað olíuviðskiptin varðar. Spákaupmenn eru sem óðast að reyna að losa sig við framvirka samninga sína til að takmarka tap sitt eins og Kornafel bendir á.

Í staðinn hefur gullverð verið á mikilli siglingu upp á við eins og ætíð gerist í stöðum sem þessum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×