Viðskipti erlent

Kauphöllinni í Moskvu lokað í klukkutíma eftir hrun

Kauphöllinni í Moskvu var lokað í dag í klukkutíma en þá hafði MICEX vísitalan hrunið um 16,6%. Þetta er þar með versti dagur í sögu kauphallarinnar síðan árið 1998.

Lokað var fyrir viðskiptin klukkan 12.42 að okkar tíma og síðan var opnað aftur fyrir þau klukkan 13.42. Eftir það féll vísitalan áfram og endaði daginn 19% lægri en við upphaf hans.

Alls eru um 600 rússnesk félög skráð í kauphöllinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×