Viðskipti innlent

Standard & Poor´s lækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs

MYND/GVA

Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í dag lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt í BBB- úr BBB vegna vaxandi skuldabyrði hins opinbera.

Þetta kemur fram á vef Seðlabankans. Þar segir einnig að mat fyrirtækisins á skipti- og breytanleika landsins var einnig lækkað í BBB- úr A- vegna þeirra takmarkana sem settar voru á fjármagnsviðskipti og að einhverju leyti á vöruviðskipti í október.

Á sama tíma staðfesti Standard & Poor's lánshæfiseinkunn ríkissjóðs BBB+ fyrir langtímaskuldbindingar í innlendri mynt og einkunnirnar A-3/A-2 fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri og innlendri mynt. Horfurnar eru áfram neikvæðar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×