Viðskipti innlent

Segir gjaldeyrisvarasjóðinn að komast í þokkalegt horf

Ásgeir Jónsson forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings segir að með frumvarpi ríkisstjórnarinnar um heimild til allt að 500 milljarða króna lántöku sé gjaldeyrisvarasjóður Seðlabankans að komast í þokkalegt horf.

Ásgeir segir að ekki sé víst að öll heimildin verði notuð en hún sé til staðar. "Menn verða að átta sig á því að gjaldeyrisvarasjóður er nokkuð sem verður að vera til staðar þótt kannski þurfi aldrei að nota hann," segir Ásgeir. "Það er lykilatriði til að halda trúverðugleika krónunnar."

Með heimildinni upp á allt að 500 milljarða kr. lántöku til að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn gæti stærð hans orðið í kringum 900 milljarða kr. ef lánalínurnar frá seðlabönkum Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar eru taldar með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×