Enn hefur enginn verið handtekinn vegna þjófnaðar úr hraðbönkum í höfuðborginni um helgina, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.
Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að hundruð þúsundum króna hafi verið svikin úr hraðbönkum hér á landi frá því á föstudag. Lögreglan telur að erlend glæpagengi séu að verki og að þau notist við stolin eða fölsuð erlend greiðslukort.
Engar vísbendingar eru um að brotamennirnir hafi haldið áfram iðju sinni í dag.

