Erlent

Hernaðararmur Hizbollah á lista yfir hryðjuverkasamtök

MYND/AP

Breska ríkisstjórnin greindi frá því í morgun hún hefði bætt hernaðararmi Hizbollah-samtakanna á lista sinn yfir hryðjuverkasamtök.

Þetta þýðir að það telst glæpur að styðja við arminn eða afla fjár fyrir hann í Bretlandi eins og segir í tilkynningu frá breska innanríkisráðuneytinu. Hins vegar verður áfram leyfilegt að styðja við mannúðarstarf og stjórnmálastarf samtakanna sem hafa látið til sín taka í Mið-Austurlöndum, einkum Líbanon.

Samtökin háðu stríð við ísrelska herinn sumarið 2006 og hernaðararmurinn hefur í yfir tvo áratugi barist gegn landtöku Ísraela fyrir botni Miðjarðarhafs. Hinn pólitíski armur Hizbollah-samtakann nýtur stuðnings sjía í Líbanon en fullyrt er að Sýrlendingar og Íranar fjármagni starfsemi samtakanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×