NBA í nótt: Loksins vann Phoenix Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. desember 2008 11:00 Amare Stoudemire átti stórleik í liði Phoenix í nótt. Nordic Photos / Getty Images Phoenix vann sinn fyrsta leik af síðustu fimm er liðið vann sigur á Utah, 106-104. Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Amare Stoudemire reyndist gera gæfumuninn í leiknum en hann skoraði 22 stig og tók þar að auki 20 fráköst. Þetta var fjórði 20-20 leikurinn hans á ferlinum. Stoudemire reyndist sérstaklega drjúgur í sóknarfráköstunum en hann tók ellefu slík í leiknum. Phoenix tók alls 54 fráköst í leiknum en Utah 37. Staðan var jöfn í lok hvers leikhluta þar til í þeim síðasta. Leikurinn var því í járnum lengst af en Phoenix tók forystuna í síðasta skipti þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Helsti munurinn reyndist vera sá að Phoenix fór oft á vítalínuna í fjórða leikhlutanum og nýtti vítin vel. Leandro Barbosa var stigahæstur hjá Phoenix með 25 stig og Shaquille O'Neal skoraði fimmtán og tók tíu fráköst. Hjá Utah voru þeir CJ Milens og Paul Millsap stigahæstur með 20 stig hvor en Millsap tók tólf fráköst. Andrei Kirilenko skoraði sautján stig í leiknum. Cleveland vann Charlotte, 94-74, og þar með sinn áttunda sigur í röð. LeBron James skoraði 25 stig í leiknum en þetta er besta byrjun í sögu félagsins. Dallas vann Atlanta, 100-98. Jose Barea skoraði 22 stig, þar af sextán í þriðja leikhluta þar sem Dallas náði undirtökunum í leiknum. Þetta var níundi sigur Dallas í síðustu tíu leikjum sínum. Joe Johnson skoraði 32 stig fyrir Atlanta. New Jersey vann Philadelphia, 95-84. Devin Harris skoraði 27 stig fyrir New Jersey sem hefur unnið fjóra útileiki í röð og fimm af síðustu sex leikjum sínum. Miami vann Oklahoma, 105-99. Dwyane Wade skoraði 25 stig í fyrri hálfleik og alls 38 í leiknum. Þetta var þriðji sigur Miami í röð en það er í fyrsta sinn sem liðið nær þeim árangri síðan í apríl í fyrra. Russell Westbrook var stigahæstur hjá Oklahoma með 30 stig. LA Clippers vann Minnesota, 107-84. Baron Davis var með 27 stig og níu stoðsendingar fyrir Clippers og Marcus Camby bætti við tólf stigum, nítján fráköstum og sjö vörðum skotum. New Orleans vann Memphis, 106-87. Chris Paul var með 21 stig fyrir New Orleans og ellefu stoðsendingar. San Antonio vann Golden State, 123-88. Tim Duncan skoraði 20 stig á 21 mínútu en þetta var níunda tap Golden State í röð. Chicago vann Washington, 117-110. Luol Deng skoraði 26 stig fyrir Chicago. Denver vann Sacramento, 118-85. Chauncey Billups skoraði 24 stig fyrir Denver en John Salmons 22 fyrir Sacramento. NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira
Phoenix vann sinn fyrsta leik af síðustu fimm er liðið vann sigur á Utah, 106-104. Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Amare Stoudemire reyndist gera gæfumuninn í leiknum en hann skoraði 22 stig og tók þar að auki 20 fráköst. Þetta var fjórði 20-20 leikurinn hans á ferlinum. Stoudemire reyndist sérstaklega drjúgur í sóknarfráköstunum en hann tók ellefu slík í leiknum. Phoenix tók alls 54 fráköst í leiknum en Utah 37. Staðan var jöfn í lok hvers leikhluta þar til í þeim síðasta. Leikurinn var því í járnum lengst af en Phoenix tók forystuna í síðasta skipti þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Helsti munurinn reyndist vera sá að Phoenix fór oft á vítalínuna í fjórða leikhlutanum og nýtti vítin vel. Leandro Barbosa var stigahæstur hjá Phoenix með 25 stig og Shaquille O'Neal skoraði fimmtán og tók tíu fráköst. Hjá Utah voru þeir CJ Milens og Paul Millsap stigahæstur með 20 stig hvor en Millsap tók tólf fráköst. Andrei Kirilenko skoraði sautján stig í leiknum. Cleveland vann Charlotte, 94-74, og þar með sinn áttunda sigur í röð. LeBron James skoraði 25 stig í leiknum en þetta er besta byrjun í sögu félagsins. Dallas vann Atlanta, 100-98. Jose Barea skoraði 22 stig, þar af sextán í þriðja leikhluta þar sem Dallas náði undirtökunum í leiknum. Þetta var níundi sigur Dallas í síðustu tíu leikjum sínum. Joe Johnson skoraði 32 stig fyrir Atlanta. New Jersey vann Philadelphia, 95-84. Devin Harris skoraði 27 stig fyrir New Jersey sem hefur unnið fjóra útileiki í röð og fimm af síðustu sex leikjum sínum. Miami vann Oklahoma, 105-99. Dwyane Wade skoraði 25 stig í fyrri hálfleik og alls 38 í leiknum. Þetta var þriðji sigur Miami í röð en það er í fyrsta sinn sem liðið nær þeim árangri síðan í apríl í fyrra. Russell Westbrook var stigahæstur hjá Oklahoma með 30 stig. LA Clippers vann Minnesota, 107-84. Baron Davis var með 27 stig og níu stoðsendingar fyrir Clippers og Marcus Camby bætti við tólf stigum, nítján fráköstum og sjö vörðum skotum. New Orleans vann Memphis, 106-87. Chris Paul var með 21 stig fyrir New Orleans og ellefu stoðsendingar. San Antonio vann Golden State, 123-88. Tim Duncan skoraði 20 stig á 21 mínútu en þetta var níunda tap Golden State í röð. Chicago vann Washington, 117-110. Luol Deng skoraði 26 stig fyrir Chicago. Denver vann Sacramento, 118-85. Chauncey Billups skoraði 24 stig fyrir Denver en John Salmons 22 fyrir Sacramento.
NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Sjá meira