Viðskipti innlent

Teymi og SPRON hækkuðu mest

Hlutabréf í Teymi og SPRON hækkuðu mest í Kauphöll Íslands í dag. Hjá báðum fyrirtækjum var hækkunin rúmlega 4,7 prósent. Bréf í Exista hækkuðu um 3,1 prósent.

Á sama tíma lækkuðu hlutabréf í Eik Banka um 3,7 prósent. Bréf í Century Aluminum Company lækkuðu um 2,1 prósent og rúm 1,3 prósent í Føroya Banka.

Mest voru viðskipti með hlutabréf í Glitni eða 820 milljónir. Í lok dags var heildarveltan rúmlega 3,2 milljarðar.

Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega í dag og endaði í 4307 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×