Gagnrýnir framgöngu breskra stjórnvalda 14. október 2008 21:32 Gylfi Zoega, prófessor í þjóðhagfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir Breta fyrir framgöngu þeirra í deilunni við Íslendinga. Hann segir að Íslendingar eigi ekki að þjást af óþörfu vegna ákvarðana miljarðamæringa sem áttu Landsbankann eða vegna reiði Breta. Í grein á vef Finacial Times fer Gylfi yfir atburði liðinna daga. Hann bendir á að Icesave-reikningar Landsbankans, sem verið hafa bitbein landanna, tengist ríkisstjórn Íslands ekki á nokkurn hátt. Reikningarnir hafi verið stofnaðir í Bretlandi og Hollandi á grundvelli laga um Evrópska efnahagssvæðið. Gylfi bendir á að vegna falls Landsbankans séu fjármunir sveitarfélaga, góðgerðafélaga, háskóla og lögreglu í Bretlandi í hættu og það væri hörmulegt ef þessir aðilar töpuðu fé. Hann segir að skuldbindingar Íslendinga í málinu ljósar. Samkvæmt íslenskum lögum beri stjórnvöldum að tryggja fyrstu 16.300 pundin á hverjum reikningi en afganginn, allt að 50 þúsund pundum, beri tryggingasjóði innistæða í Bretlandi að tryggja.Icesave augljóst dæmi um mistök á markaði Þá segir Gylfi Icesave-reikninga Landsbankans augljóst dæmi um mistök á markaði. Bankinn hafi boðið upp á reikningana til þess að afla lausafjár en um leið varpað áhættu á íslenskan almenning. Innistæðueigendur Icesave í Bretlandi séu jafnmargir íslensku þjóðinni og þá séu ótaldir innistæðueigendur í öðrum löndum og sömuleiðis sparifjáreigendur í Kaupthing Edge, sams konar reikningum hjá Kaupþingi. Hefði Landsbankinn ekki fallið hefðu innistæðueigendur uppskorið vel en þar sem það hafi ekki tekist hafi miklar byrðar verði lagðar á íslensku þjóðina í nútíð og framtíð. ,,Íslenska þjóðin geldur dýru verði fyrir það að bankarnir brugðust; lífeyrissjóðir hafa orðið fyrir miklu tapi, peningamarkaðssjóðir hafa þurrkast út og þar með sparnaður stórs hóps. Þúsundir vinnandi manna missa vinnuna, gjaldeyrismarkaðurinn er hruninn og þjóðin horfir fram á hættu á matar- og eldsneytisskorti á næstu vikum," segir Gylfi. Hann beinir því næst spjótum sínum að breskum stjórnvöldum og segir þau hafa ákveðið að ráðast gegn íslenskum fyrirtækjum í Bretlandi til þess að vernda hagsmuni viðskiptavina Icesave. Til þess hafi stjórnvöld notað hryðjuverkalöggjöf landsins í stað þess að leita samstarfs við íslensk stjórnvöld. ,,Þetta leiddi til þess að eignir töpuðust sem gerir það erfiðaða að bæta innistæðueigendum Icesave tap þeirra að fullu." segir Gylfi.Breska fjármálaeftirlitið hefði getað stöðvað Icesave Gylfi bendir hins vegar á að breska fjármálaeftirlitið hefði getað varað fólk við Icesave, takmarkað starfsemi þess eða lokað henni. ,,Ekkert af þessu var gert. Ástæða þess að bresk stjórnvöld eru svo reið er sú að stjórnvöldin sjálf, það er sveitarfélögin, lögðu hundruð milljóna punda í íslenska banka," segir Gylfi. Hann bætir við: ,,Íslenska þjóðin á ekki að gjalda að óþörfu fyrir afleiðingar ákvarðana sem milljarðarmæringar sem áttu Landsbankann tóku eða vegna reiði bresku ríkisstjórnarinnar." Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Gylfi Zoega, prófessor í þjóðhagfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir Breta fyrir framgöngu þeirra í deilunni við Íslendinga. Hann segir að Íslendingar eigi ekki að þjást af óþörfu vegna ákvarðana miljarðamæringa sem áttu Landsbankann eða vegna reiði Breta. Í grein á vef Finacial Times fer Gylfi yfir atburði liðinna daga. Hann bendir á að Icesave-reikningar Landsbankans, sem verið hafa bitbein landanna, tengist ríkisstjórn Íslands ekki á nokkurn hátt. Reikningarnir hafi verið stofnaðir í Bretlandi og Hollandi á grundvelli laga um Evrópska efnahagssvæðið. Gylfi bendir á að vegna falls Landsbankans séu fjármunir sveitarfélaga, góðgerðafélaga, háskóla og lögreglu í Bretlandi í hættu og það væri hörmulegt ef þessir aðilar töpuðu fé. Hann segir að skuldbindingar Íslendinga í málinu ljósar. Samkvæmt íslenskum lögum beri stjórnvöldum að tryggja fyrstu 16.300 pundin á hverjum reikningi en afganginn, allt að 50 þúsund pundum, beri tryggingasjóði innistæða í Bretlandi að tryggja.Icesave augljóst dæmi um mistök á markaði Þá segir Gylfi Icesave-reikninga Landsbankans augljóst dæmi um mistök á markaði. Bankinn hafi boðið upp á reikningana til þess að afla lausafjár en um leið varpað áhættu á íslenskan almenning. Innistæðueigendur Icesave í Bretlandi séu jafnmargir íslensku þjóðinni og þá séu ótaldir innistæðueigendur í öðrum löndum og sömuleiðis sparifjáreigendur í Kaupthing Edge, sams konar reikningum hjá Kaupþingi. Hefði Landsbankinn ekki fallið hefðu innistæðueigendur uppskorið vel en þar sem það hafi ekki tekist hafi miklar byrðar verði lagðar á íslensku þjóðina í nútíð og framtíð. ,,Íslenska þjóðin geldur dýru verði fyrir það að bankarnir brugðust; lífeyrissjóðir hafa orðið fyrir miklu tapi, peningamarkaðssjóðir hafa þurrkast út og þar með sparnaður stórs hóps. Þúsundir vinnandi manna missa vinnuna, gjaldeyrismarkaðurinn er hruninn og þjóðin horfir fram á hættu á matar- og eldsneytisskorti á næstu vikum," segir Gylfi. Hann beinir því næst spjótum sínum að breskum stjórnvöldum og segir þau hafa ákveðið að ráðast gegn íslenskum fyrirtækjum í Bretlandi til þess að vernda hagsmuni viðskiptavina Icesave. Til þess hafi stjórnvöld notað hryðjuverkalöggjöf landsins í stað þess að leita samstarfs við íslensk stjórnvöld. ,,Þetta leiddi til þess að eignir töpuðust sem gerir það erfiðaða að bæta innistæðueigendum Icesave tap þeirra að fullu." segir Gylfi.Breska fjármálaeftirlitið hefði getað stöðvað Icesave Gylfi bendir hins vegar á að breska fjármálaeftirlitið hefði getað varað fólk við Icesave, takmarkað starfsemi þess eða lokað henni. ,,Ekkert af þessu var gert. Ástæða þess að bresk stjórnvöld eru svo reið er sú að stjórnvöldin sjálf, það er sveitarfélögin, lögðu hundruð milljóna punda í íslenska banka," segir Gylfi. Hann bætir við: ,,Íslenska þjóðin á ekki að gjalda að óþörfu fyrir afleiðingar ákvarðana sem milljarðarmæringar sem áttu Landsbankann tóku eða vegna reiði bresku ríkisstjórnarinnar."
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira