Innlent

Varað við hálku og hálkublettum víða um land

MYNDÁsgrímur

Varað er við hálku og hálkublettum víða á landinu. Á Suðurlandi eru hálkublettir frá Selfossi og austur að Hvolsvelli og á Norðurlandi eru hálkublettir á Öxnadalsheiði og hálka er um Lágheiði. Enn fremur er hálka á Mývatnsheiði, Mývatnsöræfum og á Möðrudalsöræfum, hálkublettir eru á Vopnafjarðarheiði og á Breiðdalsheiði. Þæfingur er á Hólssandi. Aðrir helstu vegir eru greiðfærir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×