Viðskipti innlent

FT segir íslenskar konur hafa tekið völdin

Bankaútrásin íslenska er kolfallin en ekki eru allir erlendir fjölmiðlar á því að hér ríki bölmóðurinn einn. Financial Times bendir á að nú hafi íslenskar konur tekið völdin nú þegar nýir tíma í efnahagsmálum renna upp.

Íslenskar konur þrífa upp skítinn eftir karlana er fyrirsögnin í Financial Times. Vísað er til þess að tvær konur taka við stjórnartaumum stóru bankanna, þær Elín Sgfúsdóttir í nýjum Landsbanka og væntanlega Birna Einarsdóttir í nýjum Glitni eftir að þeir voru keyrðir í þrot.

 

Haft er eftir ónefndum ráðamanni að þetta boði nýja tíma og lesa má úr því að útrásin ógulega hafi verið keyrð áfram á karllægum gildim, gildum sem hafa runnið sitt skeið. Konur taki nú við þegar tími ofurlauna og bónusa sé liðinn og sagt dæmigert að þær séu kallaðar til eftir að karlarnir hafi sóðað allt út. Svo er að sjá hvort konur verða við stjórnvöl íslenskra banka þegar og ef þeir verða einkavæddir og útrásin hefst að nýju.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×