Körfubolti

Bandaríkin unnu Argentínu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Bandaríkin unnu Argentínu örugglega.
Bandaríkin unnu Argentínu örugglega.

Bandaríkin eru komin í úrslitaleikinn í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna eftir sigur á Argentínu í undanúrslitum 101-81. Spánverjar verða mótherjarnir í úrslitunum.

Argentína vann gullið fyrir fjórum árum en mun þetta árið keppa um bronsið. Luis Scola var stigahæstur í argentínska liðinu með 28 stig en liðið varð fyrir áfalli í fyrsta leikhluta þegar Manu Ginobili þurfti að hætta leik vegna ökklameiðsla.

Carmelo Anthony skoraði 21 stig og LeBron James 15 fyrir bandaríska liðið. Spánverjar unnu Litháen í spennandi undanúrslitaleik 91-86.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×