Viðskipti erlent

StatoilHydro hefur borgað einræðisherrum milljarða króna

Norski olíu- og orkurisinn StatoilHydro hefur borgað fjórum einræðisherrum meir en 15 milljarða króna á síðustu þremur árum. Um er að ræða svokallaða "undirskriftarbónusa" við gerð olíu-og orkuvinnslusamninga í viðkomandi löndum.

Fjallað er um málið á vefsíðunni DN Energi. Þar segir að einræðisherrarnir fjórum séu Gaddafi í Líbýu, Tar´Adua í Nígeríu, José Eduardo í Angóla og Ilham Aliyev í Aserbajdan.

Ekki er vitað hvað hafi orðið af þessum milljarða kr. greiðslum til þessara einræðisherra. Í skýrslu frá Global Witness er talið að um milljarður dollara af olíutekjum Angóla hverfi á hverju ári og hafi svo verið síðasta áratuginn.

Af þessum "undirskriftarbónusum" hefur einræðisherra Nígeríu fengið langmest í sinn hlut eða rúmlega helming heildarupphæðarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×