Viðskipti innlent

Gengi krónunnar lækkar um rúm 2%

Gengi krónunnar hefur lækkað hratt frá opnun markaða í morgun. Undir hádegið nam lækkun dagsins 2,2% og kemur hún á hæla ríflega 2% gengislækkunar í gær.

Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að ýmsir samverkandi þættir eru hér trúlega að verki.

Svo virðist sem ýmsir á markaði hafi átt von á aðgerðum til styrktar gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans samhliða útgáfu úttektar bankans á fjármálastöðugleika hérlendis. Ekkert slíkt var þó tilkynnt og raunar var tal Seðlabankamanna heldur til þess að slá á væntingar um að von sé á slíkum aðgerðum í bráð.

Auk þess hafa alþjóðlegir markaðir í dag einkennst af áhættufælni, hlutabréfaverð hefur lækkað, skuldaálag hækkað og hávaxtamyntir gefið verulega eftir gagnvart helstu gjaldmiðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×