Viðskipti innlent

Kerfisgalli en ekki trúverðugleiki helsta vandamál Seðlabankans

Trúverðugleiki er ekki helsta vandamál Seðlabankans. Núverandi verðbólguskot er vitnisburður um kerfisgalla í leiðni peningamálastefnunnar en ekki skort á trúverðugleika Seðlabankans. Of óvægin beiting stýrivaxta ofan í fjármálakreppu skapar mikla áhættu varðandi fjármálastöðugleika.

Þetta kemur fram í nýrri hagspá greiningardeildar Kaupþings. Þar segir að verðbólgan mun ná hámarki í 13,5% á þriðja ársfjórðungi og mælast yfir 12% það sem eftir lifir árs. Á næsta ári dregur snöggt úr verðbólguhraða og verðbólgumarkmiðið næst á síðari helmingi ársins.

Greiningin telur að vaxtahækkunarferli Seðlabankans sé lokið og framundan er afar bratt lækkunarferli sem hefst í nóvember. Í lok 2009 verða stýrivextir 7,75% og 6,75% í árslok 2010.

Gengisvísitalan mun ná hámarki á þessum fjórðungi, styrkjast þegar líður á 2008 og enda árið í 142 stigum. Hér skipta fjármögnunarskilyrði bankanna og þróun á gjaldmiðlaskiptamarkaði höfuðmáli. Myndarleg aukning gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans eða jákvæðar fréttir af fjármögnun bankanna gætu flýtt bata á gjaldeyrisskiptamarkaði.

Framundan er samdráttur í hagkerfinu sem mun vara fram á mitt árið 2009. Gert er ráð fyrir að einkaneysla dragist saman um 2,8% í ár og um 7,5% á því næsta - sem verður þá mesti samdráttur í einkaneyslu frá árinu 1975. Útlit er fyrir að vöruskiptahallinn snúist í afgang á næstu árum og bata á viðskiptahallanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×