Viðskipti innlent

Óbreyttar lánshæfiseinkunnir Norvik banka

Jón Helgi Guðmundsson.
Jón Helgi Guðmundsson.

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur uppfært mat sitt á lánshæfi Norvik banka í Lettlandi sem er í meirihlutaeigu Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu.

Fram kemur í tilkynningu frá Norvik banka að Moody´s gefi bankanum D- fyrir fjárhagslegan styrkleika sem samsvarar lánshæfiseinkuninni Ba3. Telur Moody's horfur í öllum liðum stöðugar.

Meðal styrkleika bankans að mati Moody's eru nýir hluthafar bankans og reynsla þeirra af bankastarfsemi og tengslum, innleiðing upplýsingaferla, sterkt eiginfjárhlutfall og gæði eigna.

Norvik Banki er viðskiptabanki með eitt stærsta útibúanet Lettlands. Heildareignir bankans námu um 86 milljörðum í loks síðasta árs. Sem fyrr segir er bankinn að meirihluta í eigu Straumborgar sem er fjárfestingafélag Jóns Helga Guðmundssonar og fjölskyldu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×