Viðskipti innlent

Stjórnarformaður Kaupþings í hádegisviðtalinu á Stöð 2

Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings er gesturinn í hádegisviðtali Stöðvar 2 í dag. Aðalfundur Kaupþings er haldinn í dag og af því tilefni skrifar Sigurður grein í Fréttablaðið þar sem hann fer yfir stöðu bankans.

Meðal þess sem kemur fram í grein Sigurðar er að staða bankan sé traust og lausafjárstaðan sterk. Þá telur Sigurður að skuldatryggingarálagið sem bankinn býr nú við sé í engu samræmi við sterka stöðu hans.

Undir lok greinar sinnar segir Sigurður að það sé ánægjulegt að forsætisráðherra skuli sýna frumkvæði í að kynna stöðu efnahagsmála á Íslandi.

"Íslenskar fjármálastofnanir hafa allar stóraukið kynningarstarf sitt á undanförnum árum. Forsvarsmenn bankanna eiga þó enn mikið starf fyrir höndum á þeim vettvangi en ég ber fullt traust til starfsbræðra minna í því verkefni. Það kemur þó ekkert í stað góðrar afkomu, sem er hinn endanlegi mælikvarði á getu og gæði fyrirtækja, hvar í heimi sem þau eru," segir í Sigurður í lokin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×