Viðskipti innlent

Sýn Moody's á bankana óbreytt

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Lánshæfishorfum Íbúðalánasjóðs var breytt í neikvæðar úr stöðugum hjá alþjóðlega matsfyrirtækinu Moody‘s um leið og það sama var gert varðandi lánshæfi ríkisins á miðvikudag.

Matsfyrirtækið sendi frá sér sérstaka tilkynningu þar að lútandi, þar sem um leið var áréttað að horfur í lánshæfi íslensku bankanna væru áfram stöðugar, þrátt fyrir breytinguna sem að ríkinu sneri.

Á markaði hafa engin sérstök viðbrögð verið við nýju mati Moody‘s. Þannig varð til að mynda ekki breyting á skuldatryggingarálagi bankanna eftir síðustu breytingar.

Samkvæmt heimildum blaðsins þykir Moody‘s í fjármálaheiminum hafa sett niður með hringlandahætti í lánshæfismati síðasta árið og hefur álit fyrirtækis­ins af þeim sökum ekki sömu vigt og áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×