Viðskipti innlent

Samkeppnisyfirvöld fresta því að skoða kaup Marel á Stork

Kaup Marel á Stork voru kynnt í nóvember á síðasta ári.
Kaup Marel á Stork voru kynnt í nóvember á síðasta ári. Mynd/ GVA

Evrópsk samkeppnisyfirvöld hafa framlengt frest vegna skoðunar á samkeppnislegum áhrifum kaupa Marel Food Systems á Stork Food Systems til 21. apríl næstkomandi. Framlengingin er tilkomin vegna þess að uppfæra þurfti tæknilegar upplýsingar en ekki vegna samkeppnisréttarlegra sjónarmiða.

Ekki náðist í Hörð Arnarson, forstjóra Marel, vegna málsins, en í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að þessi frestur muni ekki hafa skaðleg áhrif á samning Marel Food Systems hf. og Stork N.V.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×