Viðskipti innlent

Geir Haarde trekkir að bandaríska fjölmiðla

New York og Björgvin Guðmundsson skrifa
Geir H. Haarde forsætisráðherra er í New York.
Geir H. Haarde forsætisráðherra er í New York.

Fjölmargir bandarískir fjölmiðlar hafa óskað eftir viðtali við Geir H. Haarde forsætisráðherra sem nú er staddur í New York til að kynna íslenskt efnahagslíf.

Miðlar eins og Bloomberg, Reuters og CNBC hafa meðal annarra óskað eftir viðtali við forsætisráðherrann eftir ráðstefnu íslensk-ameríska verslunarráðsins sem hefst klukkan eitt að íslenskum tíma. Þar munu Geir og forstjórar viðskiptabankanna þriggja fjalla um íslensku bankana og íslenskt efnahagslíf nú á tímum umróts á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Geir flaug til New York í gær ásamt fólki úr íslensku atvinnulífi sem sækir ráðstefnuna. Ólafur Jóhann Ólafsson, formaður íslensk-ameríska verslunarráðsins, setur ráðstefnuna og er í forsæti.

Auk ofangreindra mun Gregory Miller, prófessor við Harvard Business School, tala um íslenska banka í alþjóðlegu ljósi. Að því loknu mun Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, stjórna umræðum þar sem ræðumenn sitja til svara. Þá mun Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs fjalla um fjárfestingarstefnu á erlendum mörkuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×