Viðskipti innlent

Greining Glitnis spáir óbreyttum stýrivöxtum í apríl

Greining Glitnis spáir því að Seðlabankinn haldi vöxtum óbreyttum í 13,75% á næsta vaxtaákvörðunarfundi, þann 10. apríl næstkomandi til að veita verðbólguvæntingum akkeri og koma í veg fyrir að raunstýrivextir lækki.

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar og þar er því einnig spáð að vöxtum verði haldið óbreyttum fram á mitt þetta ár og að Seðlabankinn hefji lækkunarferli stýrivaxta sinna í júlí, og lækki þá vexti um 0,50 prósentustig.

Eftir að lækkunarferlið fer í gang reiknar greining með að vextir verið lækkaðir nokkuð ört eftir því sem hægist um í hagkerfinu og innlend eftirspurn dregst saman, m.a. vegna gengislækkunar. Spáð er að stýrivextir verði 11,5% í árslok og 7% í lok árs 2009. Áður spáði greiningin að vextir stæðu í 11% í lok þessa árs og 7% í lok þess næsta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×