Innlent

Segir kreditkortin eina vitið í ferðalagið

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þetta er ferðafélaginn.
Þetta er ferðafélaginn. MYND/Images.chron.com

„Kreditkortin eru eina vitið," segir Helgi Jóhannesson, stjórnarformaður Ferðaskrifstofu Íslands, inntur heilræða til Íslendinga sem eru að leggja land undir fót með viljann að vopni og vonlítinn gjaldmiðil sem förunaut.

 

„Það er ekkert hægt að kaupa sér gjaldeyri og eins og gengið er núna er kortið besta vopnið," segir Helgi og bætir því við að krónunni vaxi nú ört fiskur um hrygg og jafnvel svo ört að menn verði búnir að stórgræða þegar þeir koma heim aftur ef marka megi orð seðlabankastjóra í nýlegum viðtölum.

 

Helgi segir sólarferðirnar vera allsráðandi hjá Íslendingum nú á haustmánuðum, Tenerife hafi þar vinninginn en borgarferðirnar mæti frekar afgangi. „Fólk vill bara lifa lífinu," segir Helgi að lokum og segir biðlista hafa myndast í sólina.

 

Þá sé Ferðaskrifstofa Íslands á ný komin með traust flugfélög í sína þjónustu en Vísir sagði frá því fyrir mánuði er spænska flugfélagið Futura riðaði til falls og ferðaskrifstofan mátti hafa snör handtök til að koma ferðaþyrstum Íslendingum milli landa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×