Segir orðróm um stjórnarslit á Íslandi vegna efnahagsástands 1. júlí 2008 22:25 Robert Wade hélt erindi um fjármálakreppuna við HÍ í júní. MYND/Valli Íslandsvinurinn Robert Wade, prófessor við London School of Economics, segir sterkan orðróm á Íslandi um stjórnarslit og segir Íslendinga nú gjalda óhófs síðustu ára. Wade ritar grein sem birtist á vef breska fjármálablaðsins Financial Times í kvöld. Þar fer hann yfir ástandið á Íslandi. Hann bendir á að frá því að undirmálslánakreppan hafi skollið á hafi íslenskt efnahagslíf verið á niðurleið. Landsframleiðsla hafi minnkað um fjögur prósent á fyrsta árfsfjórðungi í samanburði við ársfjórðunginn þar á undan og þá hafi bæði hlutabréfamarkaðurinn og gengi krónunnar fallið um þriðjung frá upphafi árs. Hann bendir á mikinn viðskiptahalla síðustu tvö ár og að skammstímaskuldir hafi verið 15 sinnum meiri en gjaldeyrisforði Seðlabankans í lok síðasta árs og tvöfalt meiri en landsframleiðslan. Þá hafi eignir bankanna verið tíu sinnum meiri en landsframleiðsla í lok síðasta árs, meðal annars vegna kaupa á fyrirtækjum í Danmörku og Bretlandi. Wade rekur þennan mikla halla til einkavæðingar bankanna um síðustu aldamót en það ferli hafi tekið fljótt af. Bönkunum hafi verið komið í hendur aðila tengdum ríkisstjórnarflokkunum á þeim tíma, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, sem hafi haft takmarkaða reynslu í nútímabankaviðskiptum. Bankarnir hafi hagað sér eins og vogunarsjóðir í framhaldinu og stækkað með því að taka lán erlendis. Þá er bent á að frá aldamótum hafi fyrirtæki og heimili tekið lán eins og þau þurfi engar áhyggjur að hafa af morgundeginum en nú fáist hvergi lán og nú sé að vindast ofan af ástandinu. Wade, sem kom nýverið til landsins og hélt fyrirlestur við Háskóla Íslands, fullyrðir enn fremur að ríkisstjórnin sé í vandræðum og að orðrómur sé um að Samfylkingin hyggist hugsanlega slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og að blásið verði til nýrra kosninga. Skoðanakannanir bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn myndi gjalda dýru verði fyrir ástandið og að Samfylkingin gæti myndað nýja ríkisstjórn einum af minni flokkunum. Það gæti þýtt breytingar á efnahagslífi Íslands þar sem horft væri meira til norræna módelsins þar sem fjármálalífið stjórnaði ekki öllu og þar sem ójafnvægi í þjóðarbúskaonum yrði tekið alvarlega. Grein Wade má nálgast hér. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Íslandsvinurinn Robert Wade, prófessor við London School of Economics, segir sterkan orðróm á Íslandi um stjórnarslit og segir Íslendinga nú gjalda óhófs síðustu ára. Wade ritar grein sem birtist á vef breska fjármálablaðsins Financial Times í kvöld. Þar fer hann yfir ástandið á Íslandi. Hann bendir á að frá því að undirmálslánakreppan hafi skollið á hafi íslenskt efnahagslíf verið á niðurleið. Landsframleiðsla hafi minnkað um fjögur prósent á fyrsta árfsfjórðungi í samanburði við ársfjórðunginn þar á undan og þá hafi bæði hlutabréfamarkaðurinn og gengi krónunnar fallið um þriðjung frá upphafi árs. Hann bendir á mikinn viðskiptahalla síðustu tvö ár og að skammstímaskuldir hafi verið 15 sinnum meiri en gjaldeyrisforði Seðlabankans í lok síðasta árs og tvöfalt meiri en landsframleiðslan. Þá hafi eignir bankanna verið tíu sinnum meiri en landsframleiðsla í lok síðasta árs, meðal annars vegna kaupa á fyrirtækjum í Danmörku og Bretlandi. Wade rekur þennan mikla halla til einkavæðingar bankanna um síðustu aldamót en það ferli hafi tekið fljótt af. Bönkunum hafi verið komið í hendur aðila tengdum ríkisstjórnarflokkunum á þeim tíma, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, sem hafi haft takmarkaða reynslu í nútímabankaviðskiptum. Bankarnir hafi hagað sér eins og vogunarsjóðir í framhaldinu og stækkað með því að taka lán erlendis. Þá er bent á að frá aldamótum hafi fyrirtæki og heimili tekið lán eins og þau þurfi engar áhyggjur að hafa af morgundeginum en nú fáist hvergi lán og nú sé að vindast ofan af ástandinu. Wade, sem kom nýverið til landsins og hélt fyrirlestur við Háskóla Íslands, fullyrðir enn fremur að ríkisstjórnin sé í vandræðum og að orðrómur sé um að Samfylkingin hyggist hugsanlega slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og að blásið verði til nýrra kosninga. Skoðanakannanir bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn myndi gjalda dýru verði fyrir ástandið og að Samfylkingin gæti myndað nýja ríkisstjórn einum af minni flokkunum. Það gæti þýtt breytingar á efnahagslífi Íslands þar sem horft væri meira til norræna módelsins þar sem fjármálalífið stjórnaði ekki öllu og þar sem ójafnvægi í þjóðarbúskaonum yrði tekið alvarlega. Grein Wade má nálgast hér.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira