Segir orðróm um stjórnarslit á Íslandi vegna efnahagsástands 1. júlí 2008 22:25 Robert Wade hélt erindi um fjármálakreppuna við HÍ í júní. MYND/Valli Íslandsvinurinn Robert Wade, prófessor við London School of Economics, segir sterkan orðróm á Íslandi um stjórnarslit og segir Íslendinga nú gjalda óhófs síðustu ára. Wade ritar grein sem birtist á vef breska fjármálablaðsins Financial Times í kvöld. Þar fer hann yfir ástandið á Íslandi. Hann bendir á að frá því að undirmálslánakreppan hafi skollið á hafi íslenskt efnahagslíf verið á niðurleið. Landsframleiðsla hafi minnkað um fjögur prósent á fyrsta árfsfjórðungi í samanburði við ársfjórðunginn þar á undan og þá hafi bæði hlutabréfamarkaðurinn og gengi krónunnar fallið um þriðjung frá upphafi árs. Hann bendir á mikinn viðskiptahalla síðustu tvö ár og að skammstímaskuldir hafi verið 15 sinnum meiri en gjaldeyrisforði Seðlabankans í lok síðasta árs og tvöfalt meiri en landsframleiðslan. Þá hafi eignir bankanna verið tíu sinnum meiri en landsframleiðsla í lok síðasta árs, meðal annars vegna kaupa á fyrirtækjum í Danmörku og Bretlandi. Wade rekur þennan mikla halla til einkavæðingar bankanna um síðustu aldamót en það ferli hafi tekið fljótt af. Bönkunum hafi verið komið í hendur aðila tengdum ríkisstjórnarflokkunum á þeim tíma, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, sem hafi haft takmarkaða reynslu í nútímabankaviðskiptum. Bankarnir hafi hagað sér eins og vogunarsjóðir í framhaldinu og stækkað með því að taka lán erlendis. Þá er bent á að frá aldamótum hafi fyrirtæki og heimili tekið lán eins og þau þurfi engar áhyggjur að hafa af morgundeginum en nú fáist hvergi lán og nú sé að vindast ofan af ástandinu. Wade, sem kom nýverið til landsins og hélt fyrirlestur við Háskóla Íslands, fullyrðir enn fremur að ríkisstjórnin sé í vandræðum og að orðrómur sé um að Samfylkingin hyggist hugsanlega slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og að blásið verði til nýrra kosninga. Skoðanakannanir bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn myndi gjalda dýru verði fyrir ástandið og að Samfylkingin gæti myndað nýja ríkisstjórn einum af minni flokkunum. Það gæti þýtt breytingar á efnahagslífi Íslands þar sem horft væri meira til norræna módelsins þar sem fjármálalífið stjórnaði ekki öllu og þar sem ójafnvægi í þjóðarbúskaonum yrði tekið alvarlega. Grein Wade má nálgast hér. Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Íslandsvinurinn Robert Wade, prófessor við London School of Economics, segir sterkan orðróm á Íslandi um stjórnarslit og segir Íslendinga nú gjalda óhófs síðustu ára. Wade ritar grein sem birtist á vef breska fjármálablaðsins Financial Times í kvöld. Þar fer hann yfir ástandið á Íslandi. Hann bendir á að frá því að undirmálslánakreppan hafi skollið á hafi íslenskt efnahagslíf verið á niðurleið. Landsframleiðsla hafi minnkað um fjögur prósent á fyrsta árfsfjórðungi í samanburði við ársfjórðunginn þar á undan og þá hafi bæði hlutabréfamarkaðurinn og gengi krónunnar fallið um þriðjung frá upphafi árs. Hann bendir á mikinn viðskiptahalla síðustu tvö ár og að skammstímaskuldir hafi verið 15 sinnum meiri en gjaldeyrisforði Seðlabankans í lok síðasta árs og tvöfalt meiri en landsframleiðslan. Þá hafi eignir bankanna verið tíu sinnum meiri en landsframleiðsla í lok síðasta árs, meðal annars vegna kaupa á fyrirtækjum í Danmörku og Bretlandi. Wade rekur þennan mikla halla til einkavæðingar bankanna um síðustu aldamót en það ferli hafi tekið fljótt af. Bönkunum hafi verið komið í hendur aðila tengdum ríkisstjórnarflokkunum á þeim tíma, Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, sem hafi haft takmarkaða reynslu í nútímabankaviðskiptum. Bankarnir hafi hagað sér eins og vogunarsjóðir í framhaldinu og stækkað með því að taka lán erlendis. Þá er bent á að frá aldamótum hafi fyrirtæki og heimili tekið lán eins og þau þurfi engar áhyggjur að hafa af morgundeginum en nú fáist hvergi lán og nú sé að vindast ofan af ástandinu. Wade, sem kom nýverið til landsins og hélt fyrirlestur við Háskóla Íslands, fullyrðir enn fremur að ríkisstjórnin sé í vandræðum og að orðrómur sé um að Samfylkingin hyggist hugsanlega slíta stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og að blásið verði til nýrra kosninga. Skoðanakannanir bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn myndi gjalda dýru verði fyrir ástandið og að Samfylkingin gæti myndað nýja ríkisstjórn einum af minni flokkunum. Það gæti þýtt breytingar á efnahagslífi Íslands þar sem horft væri meira til norræna módelsins þar sem fjármálalífið stjórnaði ekki öllu og þar sem ójafnvægi í þjóðarbúskaonum yrði tekið alvarlega. Grein Wade má nálgast hér.
Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira