Erlent

Forseti Perú segir forseta Bólívíu að halda kjafti

Ætla mætti að Alan Garcia sé betri félagi Bush Bandaríkjaforseta en Evo Morales.
Ætla mætti að Alan Garcia sé betri félagi Bush Bandaríkjaforseta en Evo Morales.

Forseti Perú Alan Garcia vill að starfsbróðir sinn í Bólívíu, Evo Morales haldi kjafti og hætti að skipta sér að innri málefnum Perú. Þetta sagði hann í dag þegar hann var spurður að viðbrögðum sínum við athugasemdum sem Morales gerði við náið samband Perú við Bandaríkin.

Garcia vill að Morales hugsi um sitt eigið land en ekki Perú. Morales er bandamaður Hugo Chavez, forseta Venesúela sem er einhver öflugasti gagnrýnandi Bandaríkjanna meðal stjórnmálamanna í Suður-Ameríku.

Spenna hefur verið á milli Perú og Bólivíu síðan Perú skrifaði undir samkomulag um frjáls viðskipti við Bandaríkin. Bólivía hefur fordæmt samninginn en Perú svaraði fyrir sig með því að kalla sendiherra sinn heim frá Bólívíu í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×