Erlent

Íslenskir hjálparstarfsmenn komnir heim frá Líberíu

Listakonan Sossa var ein þeirra sem styrktu verkefnið með ágóða af sölu málverka.
Listakonan Sossa var ein þeirra sem styrktu verkefnið með ágóða af sölu málverka.

Starfsfólk íslensku mannúðarsamtakanna IceAid, ásamt sjálfboðaliðum, er komið heim frá Líberíu þar sem samtökin reistu byggingu sem mun hýsa sjúkrastofu munaðarleysingjahælis í höfuðborginni Monrovíu.

Í tilkynningu frá IceAid segir að hælið hafið beðið samtökin um aðstoð við þetta verkefni þar sem fjarlægðin til næsta sjúkrahúss hafi verið of löng og því ekki hægt að komast þangað með 70 börn hælisins.

Nú hafi því verið kippt í liðinn með fjárframlögum einstaklinga og ljósmyndasýningu á Kaffitári í Keflavík en allur ágóði sölu ljósmyndanna frá Afríku hafi runnið óskiptur í verkefnið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×