Erlent

Höfuðpaur USS Cole árásarinnar ákærður

USS Cole
USS Cole

Saksóknarar bandaríska hersins hafa lagt fram ákærur gegn meintum höfuðpaur í árásum á herskipið USS Cole árið 2000. Sautján skipverjar fórust í árásinni.

Hinn ákærði Abd al-Rahim al-Nashiri er sakaður um bæði morð og hryðjuverk. Hann var handtekinn árið 2002 og hefur verið í Guantanamo fangabúðunum síðan árið 2006. Við yfirheyrslur á Kúbu á síðasta ári sagðist hann hafa játað á sig árásina vegna þess að hann hafi verið pyntaður við yfirheyrslur. Micheal Hayden yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, viðurkenndi fyrr á þessu ári að stofnunin hefði beitt aðferðum við að yfirheyra al-Nashiri, sem voru bannaðar árið 2006.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að ekki sé ljóst hvort að upplýsingar sem fengust við þessar yfirheyrslur verði notaðar við réttarhöldin eða hvort að saksóknarar reiði sig frekar á upplýsingar sem ekki hafi verið fengnar með valdbeitingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×