Erlent

eBay þarf að greiða 40 milljónir evra í skaðabætur

Franskur dómstóll hefur dæmt uppboðsvefinn eBay til að greiða fyrirtækinu LVMH 40 milljónir evra í skaðabætur fyrir að heimila sölu á eftirlíkingum af vörum þeirra á vefnum. Talsmenn fyrirtækisins segja að eBay hafi ekki aðhafst nægjanlega mikið til að hindra að eftirlíkingar að vörumerkjunum Louis Vuitton, Christian Dior og Givenchy væru seldar á vefnum. Í yfirlýsingu sem eBay sendi frá sér sagði að LVMH væri að reyna að verja markaðsráðandi stöðu á kostnað valfrelsis neytenda og sagði að fyrirtækið myndi áfrýja niðurstöðu dómstólsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×