Erlent

Yfirmaður franska hersins segir af sér vegna skotóhapps

Franskir hermenn á vettvangi slyssins.
Franskir hermenn á vettvangi slyssins. MYND/AP

Yfirmaður franska hersins, Bruno Cuche, hefur sagt af sér vegna atviks sem varð á hersýningu í Frakklandi um helgina.

Þá særðust sautján manns þegar hermaður skaut af byssu sem átti að vera með púðurskot en reyndist geyma alvöru skot. Fimm hinna særðu voru börn.

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti hafði heitið því bregðast skjótt við atvikinu á hersýningunni og sagði um óviðunandi vanrækslu að ræða.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×