Innlent

Pakistanar leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Dominique Straus-Kahn er yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Dominique Straus-Kahn er yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Pakistan hefur óskað eftir aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna yfirstandandi fjármálakreppu eftir því sem Sky-fréttastofan greinir frá.

Á vef fréttastofunnar kemur fram að farið verði fram á fimm milljarða dollara lán, jafnvirði um 550 milljarða íslenskra króna, og munu fulltrúar sjóðsins og pakistanskra yfirvalda funda um málið á næstunni í Dubai.

Pakistan er annað landið sem biður um aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en fyrr í dag óskuðu Hvít-Rússar eftir aðstoð sjóðsins. Þá er enn beðið niðurstöðu í viðræðum íslenskra stjórnvalda við sjóðinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×