Viðskipti innlent

Bauhaus segir upp fólki

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Bygging verslunarhúsnæðis Bauhaus við Vesturlandsveg hófst haustið 2007 en fyrirtækið, sem stofnað var í Þýskalandi árið 1960 rekur nú verslanir í 15 löndum.
Bygging verslunarhúsnæðis Bauhaus við Vesturlandsveg hófst haustið 2007 en fyrirtækið, sem stofnað var í Þýskalandi árið 1960 rekur nú verslanir í 15 löndum.
Flestu starfsfólki sem Bauhaus hafði ráðið til að undirbúa opnun verslunar undir Úlfarsfelli hefur verið sagt upp störfum.

Halldór Óskar Sigurðsson, framkvæmdastjóri, segir í samtali við Vísi ekki hætt við að hefja hér starfsemi, þótt uppbyggingu hafi verið frestað.

Ekki liggur fyrir hversu mörgum var sagt upp, en Halldór segir þá hlaupa á tugum. Um sé að ræða sölustjóra, deildarstjóra og fleiri. Verið sé að athuga hvort hluti hópsins geti fengið vinnu hjá Bauhaus í Danmörku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×