Viðskipti innlent

Hagnaður Milestone nam 21,3 milljörðum kr.

Hagnaður Milestone eftir skatta nam 21,3 milljörðum króna árið 2007 en tap á fjórða ársfjórðungi nam 5,8 milljörðum eftir skatta. Heildartekjur félagsins voru 56 milljarðar á árinu.

Heildareignir Milestone voru 392 milljarðar í árslok 2007. Eigið fé nam 69,5 milljörðum króna þann 31. desember 2007.

„Þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður var rekstur dótturfélaga Milestone í fjármálaþjónustu góður á árinu. Rekstrarniðurstaðan 2007 staðfestir styrk og sveigjanleika fyrirtækisins og Milestone hefur fest sig í sessi sem norræn fjármálasamstæða, segir Karl Wernersson stjórnarformaður Milestone í tilkynningu um uppgjörið.

Eignir fyrirtækisins hafa meira en tvöfaldast frá 2006 og hagnaður er góður í ljósi talsverðra sveiflna á fjármálamörkuðum. Trú mín á norrænan fjármálamarkað er mikil þrátt fyrir að erfiðleikar hafi steðjað að fjármálafyrirtækjum að undanförnu. Ég er sannfærður um að það mun hafa jákvæð áhrif á Milestone til langs tíma að samþætta starfsemi þess frekar og það mun auðvelda okkur að styrkja stöðu okkar á norrænum fjármálamarkaði."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×