British Airways og American Airlines sameina krafta sína Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar 14. ágúst 2008 18:56 MYND/AP Flugfélögin British Airways (BA) og American Airlines (AA) hafa samið sín á milli um að félögin renni að einhverju leyti saman sem meðal annars gerir þeim kleift að samhæfa ýmsa þætti fyrirtækjanna, til dæmis miðaverð og ferðir til áfangastaða. Samningur félaganna tveggja nær einnig til spænska flugfélagsins Iberia sem brátt sameinast BA. Flugfélögin hafa þurft að leita leiða til þess að draga úr kostnaði sem hefur hækkað mikið undanfarið. Eldsneytiskostnaður hefur náð methæðum auk þess sem tekjur flugfélaga í heiminum almennt hafa dregist saman. Enn á þó formlega eftir að staðfesta samkomulagið, því ekki eingöngu verður að huga að samkeppnislögum heldur þarf einnig að yfirfara hvort samningurinn standist bandarísk lög um erlent eignarhald yfir flugfélögum. „Góðar fréttir fyrir neytendur en ekki Richard Branson" Nokkrir hafa lýst yfir áhyggjum sínum með samruna þessara tveggja flugfélaga en enginn er þó áhyggjufyllri en Richard Branson, eigandi Virgin Atlantic flugfélagsins. Segir Branson samrunann ógna allri samkeppni sem muni leiða til þess að það verði fyrst og fremst almenningur sem tapi. „Þetta eru kannski ekki góðar fréttir fyrir Richard Branson en þetta eru góðar fréttir fyrir neytendur," svaraði Willie Walsh, forstjóri BA. Þrátt fyrir þá staðreynd að BA og AA eigni sér nærri helming allra lendinga og brottfara á Heathrow-flugvelli virðast flestir fagna þessu samkomulagi, meðal annars þingmenn í Bretlandi. Þó er ekki vitað um afstöðu bandarísku forsetaframbjóðendanna tveggja, Obama og McCain, en Branson sendi þeim bréf fyrir stuttu þar hann sagði samruma BA og AA skaða alvarlega alla samkeppni á flugleiðinni yfir Atlantshafið. Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Flugfélögin British Airways (BA) og American Airlines (AA) hafa samið sín á milli um að félögin renni að einhverju leyti saman sem meðal annars gerir þeim kleift að samhæfa ýmsa þætti fyrirtækjanna, til dæmis miðaverð og ferðir til áfangastaða. Samningur félaganna tveggja nær einnig til spænska flugfélagsins Iberia sem brátt sameinast BA. Flugfélögin hafa þurft að leita leiða til þess að draga úr kostnaði sem hefur hækkað mikið undanfarið. Eldsneytiskostnaður hefur náð methæðum auk þess sem tekjur flugfélaga í heiminum almennt hafa dregist saman. Enn á þó formlega eftir að staðfesta samkomulagið, því ekki eingöngu verður að huga að samkeppnislögum heldur þarf einnig að yfirfara hvort samningurinn standist bandarísk lög um erlent eignarhald yfir flugfélögum. „Góðar fréttir fyrir neytendur en ekki Richard Branson" Nokkrir hafa lýst yfir áhyggjum sínum með samruna þessara tveggja flugfélaga en enginn er þó áhyggjufyllri en Richard Branson, eigandi Virgin Atlantic flugfélagsins. Segir Branson samrunann ógna allri samkeppni sem muni leiða til þess að það verði fyrst og fremst almenningur sem tapi. „Þetta eru kannski ekki góðar fréttir fyrir Richard Branson en þetta eru góðar fréttir fyrir neytendur," svaraði Willie Walsh, forstjóri BA. Þrátt fyrir þá staðreynd að BA og AA eigni sér nærri helming allra lendinga og brottfara á Heathrow-flugvelli virðast flestir fagna þessu samkomulagi, meðal annars þingmenn í Bretlandi. Þó er ekki vitað um afstöðu bandarísku forsetaframbjóðendanna tveggja, Obama og McCain, en Branson sendi þeim bréf fyrir stuttu þar hann sagði samruma BA og AA skaða alvarlega alla samkeppni á flugleiðinni yfir Atlantshafið.
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira