Viðskipti innlent

Atlantic Petroleum finnur olíu

Wilhelm Petersen, forstjór Atlantic Petroleum.
Wilhelm Petersen, forstjór Atlantic Petroleum.

Færeyska félagið Atlantic Petroleum hefur í samstarfi við önnur fyrirtæki fundið olíu í Bretlandshluta Norðursjávar.

Olían fannst sex kílómetra suður af Ettrick Field sem er starfsstöð Atlantic Petrolum á svæðinu. Færeyska félagið er skráð í Kauphöll Íslands og í tilkynningu til kauphallarinnar segir að um góða hráolíu sé að ræða. Að verkefninu á þessu svæði koma auk Atlantic Petrolum fyrirtækin Nexen, Bow Walley og nefnist verkefnið Blackbird.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×