Viðskipti erlent

Erfiðir tímar framundan hjá French Connection

Sérfræðingar telja að afkoman hjá fataverslunarkeðjunni French Connection verði í kringum núllið eftir fyrri helming ársins og að erfiðir tímar séu framundan í rekstri keðjunnar.

Í frétt um málið í breska blaðinu The Independent er vitnað í Sanjay Vidyarthi greinenda hjá Dresner Kleinwort sem segir að þótt French Connection hafi töluverða aðlögunarhæfni muni söluaukning í núverandi efnahagsumhverfi verða mjög erfið.

Baugur Group ogf Stoðir eru meðal hluthafa í French Connection í gegn Unity en hlutir í keðjunni hafa fallið um 60% frá áramótum og eru komnir niður í tæp 64 pens.

Í blaðinu kemur fram að samkeppnisaðilar keðjunnar eins og Primark og Next eigi í svipuðum erfiðleikum og French Connection.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×