Viðskipti innlent

Byr að breytast í hlutafélag?

Stjórn Byrs er að kanna kosti þess og galla að rekstrarformi sparisjóðsins verði breytt í hlutafélag

Í tilkynningu sem Byr sendi frá sér í kvöld segir að þetta sér gert með hagstæðara aðgengi að fjármagni fyrir augum.

"Auk þess sem hlutafélög eru mun algengara rekstrarform um heim allan en það sem sparisjóðir byggja á, lúta þau almennt gagnsæjum og auðskildum stjórnvaldsreglum. Af þessum sökum hefur verið unnt að fjármagna rekstur hlutafélaga á betri kjörum en sparisjóðum stendur til boða," segir í tilkynningunni.

Jafnframt segir að hópi sérfræðinga hafi verið falið að kanna fýsileika hlutafjárvæðingar. Sá hópur hafi skilað þeirri niðurstöðu að kostir hlutafjárvæðingar séu fleiri en gallar.

Að lokum er því vísað á bug að fyrhugaður sé samruni Byrs við aðrar fjármálastofnanir.

"Slíkar fregnir eiga ekki við nein rök að styðjast...," segir í tilkynningu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×