Erlent

Klíkustríð í Óðinsvéum - lögregla fær auknar heimildir

MYND/AFP
Lögreglan í Óðinsvéum í Danmörku hefur fengið auknar heimildir til þess að stöðva fólk og framkvæma húsleitir í kjölfar skotárásar í nótt. Skotið var að höfuðstöðvum Vítisengla í borginni og óttast lögreglan að átökin á milli vélhjólaklíkunnar og gengja sem skipuð eru innflytjendum séu að breiðast út um landið. Hingað til hafa átökin verið takmörkuð við Kaupmannahöfn. Strax eftir árásina fékk lögregla þessar auknu heimildir í nágrenni höfuðstöðvanna en nú síðdegis var ákveðið að láta þær gilda um alla borgina.

Dönsk lög kveða á um að lögregla verði að hafa rökstuddan grun um að aðili hafi gerst brotlegur við lögin áður en húsleit er framkvæmd hjá honum. Á þessu er hægt að gera undantekningu í sérstökum tilfellum og hefur það verið ákveðið í Óðinsvéum, sem er á meðal stærri borga í Danaveldi. Lögreglu er þó aðeins heimilt að framkvæma húsleitir til þess að leita að vopnum en ekki fíkniefnum, svo dæmi sé tekið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×