Erlent

Fimmtíu létust þegar kínverskur skemmtistaður brann

Hátt í fimmtíu létust og níutíu slösuðust þegar eldur kviknaði í ólölegum næturklúbbi í suðurhluta Kína á miðnætti. Fullt var út úr dyrum þegar eldins varð vart á þriðju hæð skemmtistaðarins en staðurinn er vinsæll meðal ungmenna.

Mikil skelfing greip um sig meðal gesta enda fylltist staðurinn strax af reyk og rafmagn fór af. Talið er að kveikt hafi verið á flugeldum innandyra með þessum afleiðingum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×