Viðskipti erlent

Bank of America skila betri afkomu en búist var við

Bank of America.
Bank of America.

Bank of America, stærsti viðskiptabanki Bandaríkjanna,  hefur hækkað um allt að 10% í viðskiptum í New York í dag, eftir að tilkynnt var um að tekjur hefðu dregist saman um 41%, úr 5,76 milljörðum dala í 3,41 milljarða dala. Tap bankans á öðrum fjórðungi ársins 2008 er töluvert minna en gert hafði verið ráð fyrir.

Fjórir af fimm stærstu bönkum í Bandaríkjunum hafa skilað betri afkomu en búist hafði verið við. Hlutabréf í bönkunum hafa að sama skapi hækkað og hækkuðu bréf í Bank of America um 48% á þremur dögum í síðustu viku.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×