Viðskipti innlent

Guðni vill taka lán hjá Putin eða í Kína

Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins segir að ríkisstjórnin geti leysa vanda sinn hvað gjaldeyrisforðann varðar með því að taka lán hjá Putin eða í Kína.

Þetta kom fram í máli Guðna í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi Heimir við Guðna og Árna Pál Árnason þingmann.

Guðni segir að fólk hafi sagt sér að fyrir hálfum öðrum mánuði síðan hafi ríkisstjórninni staðið til boða að taka stórt lán í Evrópu með 101 púnkta álagi. Nú hinsvegar séu kjörin komin í 200 til 250 púnkta álag.

Guðni segir að lausnin á þessum vanda sé einföld. Biða Putin forsætisráðherra Rússa um lánið eða stjórnvöld í Kína. Þetta séu aðilar sem gætu veitt lánið á hagstæðum kjörum.

Árni Páll taldi hinsvegar að þessir aðilar, Rússar og Kínverjar mundu örugglega vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×