Viðskipti innlent

Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði blessaði yfirtökuna á Glitni

Paul Krugman.
Paul Krugman. MYND/AP

Paul Krugman, sem í dag fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði, bloggaði um yfirtöku ríkisins í Glitni 30. september. Krugman er meðal annars pistlahöfundur hjá New York times og í bloggi sínum á heimasíðu blaðsins fer hann fögrum orðum um aðgerðir ríkisins þegar ákveðið var að kaupa 75 prósenta hlut í Glitni.

„Íslendingar hafa bjargað Glitni, með 600 milljón evra - 859 milljóna dollara - framlagi ríkisins en í staðinn fær ríkið 75 prósenta hlut í bankanum," bloggaði Krugman.

„Íslendingar eru bara rúmlega 300 þúsund talsins, um 1/1000 af fólksfjöldanum í Bandaríkjunu. Þetta framlag er því álíka stórt, miðað við höfðatölu, og 850 milljarða framlag bandarískra stjórnvalda," benti hann á.

„Takið eftir að um er að ræða innspýtingu fjár en ekki uppkaup á lélegum skuldum, ég samþykki."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×