Jólagjöf Íslendinga í ár Benedikt S. Lafleur skrifar 12. desember 2008 06:00 Aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdavalds er einn helsti hornsteinn lýðræðissamfélags. Það hlýtur því að sæta undrun að langflest lagafrumvörp skuli koma frá handhöfum framkvæmdavalds en ekki löggjafarvaldinu. Óhóflegt vald hefur í gegnum tíðina safnast saman á hendur örfárra manna sem hafa í raun mótað samtíð okkar og hagkerfi, þó þeir hafa jú haft meirihluta þings á bak við sig og vissulega sótt vald sitt upphaflega til þjóðarinnar. Bæði almenningur og þingheimur þráðu sterka leiðtoga til að þurfa ekki að taka þátt í stjórnmálum sjálf, leiðtoga sem hvikuðu aldrei frá sannfæringu sinni en tóku um leið ekki nauðsynlegum breytingum. Þó að þjóðin hafi þroskast smám saman frá þessari þörf, hefur umgjörð stjórnsýslunnar ekki breyst í takt og enn hefur framkvæmdavaldið þingheim meira og minna í vasanum. Þjóðin hefur uppskorið það sem hún sáði í upphafi: Ráðþrota þing sem hlýtur þau niðurlægjandi örlög að þurfa að sætta sig við vanmátt sinn. Hvað hefur nú orðið um stolt okkar af elstu þinghefð í heimi? Í skjóli valdsins hafa æðstu embættismenn þjóðarinnar hrundið málum sínum í gegn á undrahraða án þess að fara í gegnum hreinsunareld gagnrýnnar umræðu. Útkoman birtist á víxl í leiftursnöggri lagaframkvæmd ellegar töfum á brýnum lagafrumvörpum sem gætu aukið skilvirkni í ríkisfjármálum og spornað gegn stjórnlausri þenslu. Allar umræður, hvort heldur um breytingu á stjórnarskránni til að skerpa skil þrígreiningar ríkisvaldsins ellegar um hugsanlega aðild Íslands að ESB, hafa ekki fengið að njóta sín í eðlilegum og heilbrigðum farvegi því ráðherrar hafa stýrt þeirri umræðu frá A til Z. Trúnaðarbrestur þjóðarinnar í garð stjórnmálamanna, sem fjármálakreppan ýtir nú upp á yfirborðið, er því í raun bara birtingarmynd þess stjórnmálaleiða og sofandaháttar sem einkennt hefur íslenska pólitík alltof lengi og drepið hefur í dróma þátttöku almennings í stjórnmálaumræðunni. Hreinskilin orðaskipti ráðamanna og alþýðunnar í hópsamkomum er því í sjálfu sér merk tímamót í íslenskum stjórnmálum og til þess fallin að styrkja lýðræðið. Ljóst er að til að hrinda í framkvæmd meiriháttar breytingum á stjórnskipan landsins og hagstjórn, t.d. með myntbreytingu og/eða aðild Íslands í ESB, þarf trúlega að sækja um það umboð til kjósenda. Tímasetning þeirra kosninga skiptir þó sköpum núna og miklu máli skiptir að endurnýjun og endurstokkun í stjórnmálum komi í senn innan frá, þ.e. innan raða núverandi flokka sem og utan frá, það er að segja með endurnýjun í flokkunum og heilbrigðara viðhorfi æðstu ráðamanna sem sýni á sannfærandi hátt að þeir hlusti á kröfur fólksins í landinu. Höfum samt hugfast að það skiptir ekki máli hver er við stjórnvölinn ef rætur þeirrar kreppu sem nú kemur upp á yfirborðið eru ekki upprættar að fullu heldur fá að krauma áfram í sjúkri þjóðarsál. Allir þeir flokkar sem nú eru við lýði þurfa fyrst að vinna heimavinnuna sína: Greina vandann, kalla einstaklinga til ábyrgðar og bjóða upp á róttækar leiðir til að skapa nýtt og betra þjóðfélag. Þetta á jafnt við um stjórnarandstöðuna og ríkisstjórnina. Geir og Ingibjörg hafa alla burði til að leiða flokka sína og þjóðina í gegnum hið stórkostlega umbreytingarskeið sem þjóðin stendur frammi fyrir núna og þá áskorun sem það felur í sér svo fremi sem þau gæta þess að hlusta á fólkið í landinu. Í janúar á næsta ári, fara áhrif björgunaraðgerðanna að skila sér og í febrúar ættu stjórnvöld að vera búin að varða nýjan stjórnarsáttmála inn í framtíð Íslendinga. Sá stjórnarsáttmáli ætti að fela í sér gagngerar breytingar í stjórnskipan landsins og peningastjórn. Óvitlaust væri af hálfu ríkisstjórnar Íslands að taka ofurlitla pólitíska áhættu þegar nær dregur jólum og láta í ljós vilja sinn um að eitthvað slíkt væri á döfinni. Mikilvægast af öllu er þó að viðurkenna sem fyrst þau mistök sem hafa verið gerð og boða skýlausan vilja um endurnýjun, óháð kosningum, og koma þannig ekki aðeins til móts við háværar kröfur almennings heldur og þær sem gerjast nú í stjórnarliðinu sjálfu. Sameinumst öll um óhjákvæmilegar og skynsamlegar breytingar á stjórnarháttum. Tökum örlögin í okkar hendur og missum ekki af þeim dýrmætu möguleikum sem þau hafa fært bæði land og þjóð um þessar mundir. Þjóðin er ekki fórnarlamb eins eða neins, heldur fyrst og fremst sinn eigin gæfu smiður. Afdráttarlaus viðurkenning á þessu er trúlega farsælasta jólagjöfin sem Íslendingar geta gefið sjálfum sér í ár. Höfundur er forleggjari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Aðskilnaður löggjafarvalds og framkvæmdavalds er einn helsti hornsteinn lýðræðissamfélags. Það hlýtur því að sæta undrun að langflest lagafrumvörp skuli koma frá handhöfum framkvæmdavalds en ekki löggjafarvaldinu. Óhóflegt vald hefur í gegnum tíðina safnast saman á hendur örfárra manna sem hafa í raun mótað samtíð okkar og hagkerfi, þó þeir hafa jú haft meirihluta þings á bak við sig og vissulega sótt vald sitt upphaflega til þjóðarinnar. Bæði almenningur og þingheimur þráðu sterka leiðtoga til að þurfa ekki að taka þátt í stjórnmálum sjálf, leiðtoga sem hvikuðu aldrei frá sannfæringu sinni en tóku um leið ekki nauðsynlegum breytingum. Þó að þjóðin hafi þroskast smám saman frá þessari þörf, hefur umgjörð stjórnsýslunnar ekki breyst í takt og enn hefur framkvæmdavaldið þingheim meira og minna í vasanum. Þjóðin hefur uppskorið það sem hún sáði í upphafi: Ráðþrota þing sem hlýtur þau niðurlægjandi örlög að þurfa að sætta sig við vanmátt sinn. Hvað hefur nú orðið um stolt okkar af elstu þinghefð í heimi? Í skjóli valdsins hafa æðstu embættismenn þjóðarinnar hrundið málum sínum í gegn á undrahraða án þess að fara í gegnum hreinsunareld gagnrýnnar umræðu. Útkoman birtist á víxl í leiftursnöggri lagaframkvæmd ellegar töfum á brýnum lagafrumvörpum sem gætu aukið skilvirkni í ríkisfjármálum og spornað gegn stjórnlausri þenslu. Allar umræður, hvort heldur um breytingu á stjórnarskránni til að skerpa skil þrígreiningar ríkisvaldsins ellegar um hugsanlega aðild Íslands að ESB, hafa ekki fengið að njóta sín í eðlilegum og heilbrigðum farvegi því ráðherrar hafa stýrt þeirri umræðu frá A til Z. Trúnaðarbrestur þjóðarinnar í garð stjórnmálamanna, sem fjármálakreppan ýtir nú upp á yfirborðið, er því í raun bara birtingarmynd þess stjórnmálaleiða og sofandaháttar sem einkennt hefur íslenska pólitík alltof lengi og drepið hefur í dróma þátttöku almennings í stjórnmálaumræðunni. Hreinskilin orðaskipti ráðamanna og alþýðunnar í hópsamkomum er því í sjálfu sér merk tímamót í íslenskum stjórnmálum og til þess fallin að styrkja lýðræðið. Ljóst er að til að hrinda í framkvæmd meiriháttar breytingum á stjórnskipan landsins og hagstjórn, t.d. með myntbreytingu og/eða aðild Íslands í ESB, þarf trúlega að sækja um það umboð til kjósenda. Tímasetning þeirra kosninga skiptir þó sköpum núna og miklu máli skiptir að endurnýjun og endurstokkun í stjórnmálum komi í senn innan frá, þ.e. innan raða núverandi flokka sem og utan frá, það er að segja með endurnýjun í flokkunum og heilbrigðara viðhorfi æðstu ráðamanna sem sýni á sannfærandi hátt að þeir hlusti á kröfur fólksins í landinu. Höfum samt hugfast að það skiptir ekki máli hver er við stjórnvölinn ef rætur þeirrar kreppu sem nú kemur upp á yfirborðið eru ekki upprættar að fullu heldur fá að krauma áfram í sjúkri þjóðarsál. Allir þeir flokkar sem nú eru við lýði þurfa fyrst að vinna heimavinnuna sína: Greina vandann, kalla einstaklinga til ábyrgðar og bjóða upp á róttækar leiðir til að skapa nýtt og betra þjóðfélag. Þetta á jafnt við um stjórnarandstöðuna og ríkisstjórnina. Geir og Ingibjörg hafa alla burði til að leiða flokka sína og þjóðina í gegnum hið stórkostlega umbreytingarskeið sem þjóðin stendur frammi fyrir núna og þá áskorun sem það felur í sér svo fremi sem þau gæta þess að hlusta á fólkið í landinu. Í janúar á næsta ári, fara áhrif björgunaraðgerðanna að skila sér og í febrúar ættu stjórnvöld að vera búin að varða nýjan stjórnarsáttmála inn í framtíð Íslendinga. Sá stjórnarsáttmáli ætti að fela í sér gagngerar breytingar í stjórnskipan landsins og peningastjórn. Óvitlaust væri af hálfu ríkisstjórnar Íslands að taka ofurlitla pólitíska áhættu þegar nær dregur jólum og láta í ljós vilja sinn um að eitthvað slíkt væri á döfinni. Mikilvægast af öllu er þó að viðurkenna sem fyrst þau mistök sem hafa verið gerð og boða skýlausan vilja um endurnýjun, óháð kosningum, og koma þannig ekki aðeins til móts við háværar kröfur almennings heldur og þær sem gerjast nú í stjórnarliðinu sjálfu. Sameinumst öll um óhjákvæmilegar og skynsamlegar breytingar á stjórnarháttum. Tökum örlögin í okkar hendur og missum ekki af þeim dýrmætu möguleikum sem þau hafa fært bæði land og þjóð um þessar mundir. Þjóðin er ekki fórnarlamb eins eða neins, heldur fyrst og fremst sinn eigin gæfu smiður. Afdráttarlaus viðurkenning á þessu er trúlega farsælasta jólagjöfin sem Íslendingar geta gefið sjálfum sér í ár. Höfundur er forleggjari.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun