Viðskipti innlent

Möguleikar Íslands til að mæta efnhagsáföllum eru góðir

Möguleikar stjórnvalda á Íslandi til að bregðast við efnahagslegum áföllum eru meiri en hjá flestum öðrum Evrópuríkjum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu matsfyrirtækisins Standard&Poor´s.

Greining Glitnis fjallar um skýrsluna í Morgunkorni sínu. Þar segir að enda sé sveigjanleiki stjórnvalda til slíkra viðbragða almennt meiri hjá minni ríkjum Evrópu, nema hjá norrænum frændum okkar.

Í skýrslunni er 30 Evrópuríkjum er raðað eftir þeim sveigjanleika sem stjórnvöld þeirra búa yfir til að mæta breytingum á efnahagsástandi. Er þar lagt til grundvallar hversu mikla möguleika stjórnvöld hafa til breytinga á skattheimtu og opinberum útgjöldum þegar gefur á bátinn í efnahagslífinu með slíkum hætti að hæfni þeirra til að greiða af skuldum stafi ekki hætta af.

Sem stendur er Ísland í 9. sæti á lista yfir þjóðir sem búa við mestan sveigjanleika á þessu sviði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×