Viðskipti innlent

Krónan styrkist áfram

Krónan hefur styrkst nær samfellt síðan 24. júní þegar hún náði sínu lægsta sögulega gildi í kringum 170 stigin. Í dag styrktist krónan um 1,21% og stendur gengisvísitalan í rúmum 152 stigum, evran stendur í 118,8 og dollar í 75,5. Það sem vekur kannski nokkra furðu er að þessi styrking skuli eiga sér stað á sama tíma og þróun á hlutabréfamörkuðum hérlendis og erlendis hefur verið neikvæð sem allajafna veikir krónuna.

Þetta kemur fram í hálffimm fréttum Kaupþings. Þar segir einnig:

„Á undanförnum mánuðum hefur vaxtamunur við útlönd á svokölluðum skiptamarkaði nánast þurrkast út og jafnvel verið neikvæður. Skiptamarkaður hefur verið helsti farvegur erlendra fjárfesta til að tryggja sér háa íslenska vexti og þegar sá farvegur lokaðist var kannski ekki skrýtið að krónan skyldi veikjast í kjölfarið. Nú hafa krónuvextir á skiptamarkaði verið að hækka töluvert upp á síðkastið, aðallega þó á samningunum sem eru bundnir í styttri tíma en til tveggja vikna.

Sömuleiðis hafa krónuvextir hækkað á lengri samningum en ekki nánda nærri eins mikið og á þeim styttri. Því má segja að skammtímastöðutaka með krónunni sé fýsilegri og dýrara sé að tryggja sig fyrir veikingu krónunnar. Þessi auknu möguleikar til að ná í vaxtamun mun þó sennilega ekki duga til að stuðla að framlengingu megin hluta krónubréfa sem eru á gjalddaga á næstu mánuðum.

Til þess að svo verði þarf vaxtamunur á lengri samningum að vera í boði og slíkt gerist varla nema að fjármögnunarskilyrði viðskiptabankanna lagist mikið og á tiltölulega skömmum tíma. "








Fleiri fréttir

Sjá meira


×