Viðskipti innlent

Straumur leggur grunn að starfsemi á sviði eignastýringar

William Fall og Björgólfur Thor Björgólfsson, forstjóri og stjórnarformaður Straums.
William Fall og Björgólfur Thor Björgólfsson, forstjóri og stjórnarformaður Straums. MYND/Anton Brink
Straumur hefur lagt grunn að starfsemi á sviði eignastýringar í Danmörku með því að ráða þrjá starfsmenn til bankans, þau Jens Honoré, Klaus Hector Kjær og Lotte Halse. Fram kemur í tilkynningu frá Straumi að Jens og Klaus verði forstöðumenn eignastýringar en Lotte forstöðumaður stoðsviðs eignastýringar.

 

„Sterkar svæðisskrifstofur sem hafa á að skipa fyrsta flokks sérfræðingum eru lykillinn að því markmiði okkar að verða leiðandi fjárfestingabanki í Norður- og Mið-Evrópu," segir Oscar Crohn, forstöðumaður starfsstöðvar Straums í Danmörku í tilkynningunni.

„Straumur starfrækir nú þegar fyrirtækjasvið, lánasvið, fjárstýringu og eigin viðskipti hér í Danmörku og nú bætist við sérfræðiþjónusta á sviði eignastýringar. Það er okkur mikið fagnaðarefni að hafa fengið þetta úrvalsfólk til liðs við okkur og ég hlakka til að byggja upp með þeim öfluga starfsemi á þessu sviði."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×