Á Ísland að taka upp evru? Björgvin Guðmundsson skrifar 24. september 2008 09:32 Samtök atvinnulífsins hafa lagt til við ASÍ, að aðilar vinnumarkaðarins beiti sér fyrir því, að nýr gjaldmiðill verði tekinn upp, þar eð krónan dugi ekki lengur. Þetta eru talsverð tíðindi. Ekki liggur að vísu alveg fyrir hvort samtökin verði sammála um að beita sér fyrir upptöku evru eða annars erlends gjaldmiðils. En líklegt er, að svo verði. Ef taka á upp evru verður það ekki gert án aðildar að Evrópusambandinu. Um það efni hafa fengist skýr svör frá ESB. Björn Bjarnason ráðherra hefur að vísu lagt til, að kannað verði hvort unnt sé að taka upp evru án aðildar að ESB. Hann telur möguleika á því, að EES-ríki geti fengið að taka upp evru án aðildar að ESB. Ég tel þetta ólíklegt en sjálfsagt er að láta á það reyna. Ef samstaða verður um að taka upp nýjan gjaldmiðil tel ég líklegast, að evra verði fyrir valinu. Við erum í Evrópska efnahagssvæðinu og mest af okkar viðskiptum eru við ríki ESB. Líklegt er, að Ísland gangi í ESB innan ekki mjög langs tíma. Þess vegna væri óskynsamlegt að taka upp annan gjaldmiðil en evru. Fengjum aðild að stjórn ESBHver eru rökin fyrir aðild að ESB? Þau eru helst þessi: 1. Við fengjum aðild að stjórn ESB,þingi, framkvæmdastjórn og öðrum stofnunum sambandsins. Í dag verðum við að taka við tilskipunum ESB án þess að eiga aðild að stjórn sambandsins. 2.Við fengjum aðild að Myntbandalagi Evrópu og gætum tekið upp evru. 3. Við fengjum væntanlega tollfrelsi fyrir þær fáu sjávarafurðir,sem enn eru utan fríverslunarsamnings Íslands og ESB. Helstu rökin gegn aðild að ESB eru þessi: 1. Við yrðum að lúta sjávarútvegsstefnu ESB og sætta okkur við að veiðiheimildir til veiða við Island. yrðu gefnar út í Brussel. 2.Við yrðum að sætta okkur við yfirþjóðlegt vald ESB. Varðandi rökin gegn aðild að ESB skipta sjávarútvegsmálin mestu máli. Ekki yrði mikil breyting á yfirþjóðlegu valdi ESB yfir Íslandi. Við lútum því þegar í dag og þar yrði sáralítil breyting á. Margir telja,að Ísland mundi fá allar eða nær allar heimildir til veiða við Ísland vegna veiðireynslu Íslendinga hér. Þessir aðilar telja, að Ísland hafi ekkert að óttast í þessu efni. Margir áhrifamenn ESB hafa tekið undir þetta. Fengi Ísland undanþágu?Ef Ísland sækir um aðild að ESB mun það sjálfsagt reyna að fá undanþágur fyrir sinn sjávarútveg. Það fæst ekkert upp um það fyrirfram hvort Ísland fær undanþágur eða ekki. Það má reyna að fá undanþágu á þeim grundvelli, að Ísland sé á fjarlægum norðurslóðum og að Ísland sé fámennt eyríki. Svíar fengu undanþágur fyrir sinn landbúnað , m.a.á þeim grundvelli að landbúnaður þeirra væri á fjarlægum norðurslóðum. Gallinn varðandi Ísland er sá, að sjávarútvegur okkar stendur mjög vel og Ísland er mjög ríkt þjóðfélag. Þetta veikur undanþágubeiðnir okkar. Ég tel,að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB og láta reyna á það hvað fengist út úr samningaviðræðum um aðild. Ég tel ekki að við getum sætt okkur við hvað sem er í því efni. Niðurstaða í sjávarútvegsmálum getur skipt sköpum. Síðan ætti að leggja samninganiðurstöður ( aðildarsamning) undir þjóðaratkvæði. Þjóðin ætti þannig að ráða því hvort og á hvaða grundvelli Ísland gengi í ESB. Höfundur er viðskiptafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins hafa lagt til við ASÍ, að aðilar vinnumarkaðarins beiti sér fyrir því, að nýr gjaldmiðill verði tekinn upp, þar eð krónan dugi ekki lengur. Þetta eru talsverð tíðindi. Ekki liggur að vísu alveg fyrir hvort samtökin verði sammála um að beita sér fyrir upptöku evru eða annars erlends gjaldmiðils. En líklegt er, að svo verði. Ef taka á upp evru verður það ekki gert án aðildar að Evrópusambandinu. Um það efni hafa fengist skýr svör frá ESB. Björn Bjarnason ráðherra hefur að vísu lagt til, að kannað verði hvort unnt sé að taka upp evru án aðildar að ESB. Hann telur möguleika á því, að EES-ríki geti fengið að taka upp evru án aðildar að ESB. Ég tel þetta ólíklegt en sjálfsagt er að láta á það reyna. Ef samstaða verður um að taka upp nýjan gjaldmiðil tel ég líklegast, að evra verði fyrir valinu. Við erum í Evrópska efnahagssvæðinu og mest af okkar viðskiptum eru við ríki ESB. Líklegt er, að Ísland gangi í ESB innan ekki mjög langs tíma. Þess vegna væri óskynsamlegt að taka upp annan gjaldmiðil en evru. Fengjum aðild að stjórn ESBHver eru rökin fyrir aðild að ESB? Þau eru helst þessi: 1. Við fengjum aðild að stjórn ESB,þingi, framkvæmdastjórn og öðrum stofnunum sambandsins. Í dag verðum við að taka við tilskipunum ESB án þess að eiga aðild að stjórn sambandsins. 2.Við fengjum aðild að Myntbandalagi Evrópu og gætum tekið upp evru. 3. Við fengjum væntanlega tollfrelsi fyrir þær fáu sjávarafurðir,sem enn eru utan fríverslunarsamnings Íslands og ESB. Helstu rökin gegn aðild að ESB eru þessi: 1. Við yrðum að lúta sjávarútvegsstefnu ESB og sætta okkur við að veiðiheimildir til veiða við Island. yrðu gefnar út í Brussel. 2.Við yrðum að sætta okkur við yfirþjóðlegt vald ESB. Varðandi rökin gegn aðild að ESB skipta sjávarútvegsmálin mestu máli. Ekki yrði mikil breyting á yfirþjóðlegu valdi ESB yfir Íslandi. Við lútum því þegar í dag og þar yrði sáralítil breyting á. Margir telja,að Ísland mundi fá allar eða nær allar heimildir til veiða við Ísland vegna veiðireynslu Íslendinga hér. Þessir aðilar telja, að Ísland hafi ekkert að óttast í þessu efni. Margir áhrifamenn ESB hafa tekið undir þetta. Fengi Ísland undanþágu?Ef Ísland sækir um aðild að ESB mun það sjálfsagt reyna að fá undanþágur fyrir sinn sjávarútveg. Það fæst ekkert upp um það fyrirfram hvort Ísland fær undanþágur eða ekki. Það má reyna að fá undanþágu á þeim grundvelli, að Ísland sé á fjarlægum norðurslóðum og að Ísland sé fámennt eyríki. Svíar fengu undanþágur fyrir sinn landbúnað , m.a.á þeim grundvelli að landbúnaður þeirra væri á fjarlægum norðurslóðum. Gallinn varðandi Ísland er sá, að sjávarútvegur okkar stendur mjög vel og Ísland er mjög ríkt þjóðfélag. Þetta veikur undanþágubeiðnir okkar. Ég tel,að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB og láta reyna á það hvað fengist út úr samningaviðræðum um aðild. Ég tel ekki að við getum sætt okkur við hvað sem er í því efni. Niðurstaða í sjávarútvegsmálum getur skipt sköpum. Síðan ætti að leggja samninganiðurstöður ( aðildarsamning) undir þjóðaratkvæði. Þjóðin ætti þannig að ráða því hvort og á hvaða grundvelli Ísland gengi í ESB. Höfundur er viðskiptafræðingur
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun