Erlent

Seldi báðum finnsku morðingjunum byssur

Óli Tynes skrifar
Sami Raunio byssusali;  Byssur skapa ekki afbrotamenn. Það gerir annað fólk.
Sami Raunio byssusali; Byssur skapa ekki afbrotamenn. Það gerir annað fólk. MYND/JON-ARE BERG-JACOBSEN

Byssusalinn sem seldi báðum finnsku fjöldamorðingjunum skotvopn segir að það séu ekki byssurnar sem skapi afbrotamenn.

Finnska lögreglan hefur upplýst að byssurnar hafi verið keyptar í sömu verslun.

Eigandi verslunarinnar Sami Raunio vill hvorki játa því né neita. Segist aldrei tjá sig um viðskiptavini sína.

Hann segist harma mjög það sem gerðist í Kauhajoki en að það skipti engu máli hvar byssurnar voru keyptar. Það séu næstum 400 byssusalar í Finnlandi.

Raunio segir að það séu byssurnar sem séu vandinn heldur andleg heilsa manna. Það séu ekki byssur sem skapi afbrotamenn. Það geri annað fólk.

Samkvæmt alþjóðlegri skýrslu um skotvopn er Finnland í þriðja sæti yfir þær þjóðir þar sem er mest byssueign á hvern íbúa.

Í Finnlandi eru 56 skotvopn á hverja 100 íbúa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×