Erlent

Fjarstýrð flugvél brotlenti í Pakistan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Pakistanskir talíbanar.
Pakistanskir talíbanar.

Fjarstýrð flugvél á vegum Bandaríkjahers brotlenti í Pakistan í nótt, rétt við landamærin að Afganistan.

Þessu greindu pakistanskir fjölmiðlar frá í morgun. Segja þeir að bilun hafi greinilega komið upp í vélinni en flakið er nú í umsjá pakistanska hersins. Bandaríkjaher hefur ekki staðfest að vélin sé á hans vegum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×