Viðskipti erlent

Buffet fjárfestir milljarða dollara í Goldman Sachs

Ofurfjárfestirinn Warren Buffet ætlar að fjárfesta fyrir milljarða dollara í Goldman Sachs bankanum. Upphæðin sem um ræðir er a.m.k. 5 milljarðar dollara eða um 47 milljarðar kr.

Það er fjárfestingarfélag Buffet, Berkshire Hathaway, sem kaupir í Goldman en gengi bréfa í bankanum hækkaði um tæp 8% við tíðindin. Þau höfðu annars lækkað um 42% frá áramótum.

Buffet er þekktur fyrir að sjá tækifærin á markaðinum þegar þau bjóðast. Og eitt sinn sagði hann að menn ættu að vera gráðugir þegar aðrir væru hræddir á markaðinum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×